Fara í efni

Viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði – Anna Lawson

Viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði – Anna Lawson

Öryrkjabandalag Íslands býður til málþings um viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði og starfsgetumat.

Aðalfyrirlesari er Anna Lawson, breskur lagaprófessor og sérfræðingur í viðeigandi aðlögun. Hún mun ræða viðeigandi aðlögun, reynsluna í Bretlandi og svara síðan spurningum úr sal um málið.

Árið 2014 varð hún fyrst blindra kvenna á Bretlandseyjum til að hljóta prófessors nafnbót í lögfræði.

Tími: Föstudagurinn 13. Október 2017 kl. 13-15.

Staður: Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík

Skráning á viðburðinn

Aðalfyrirlesari: Anna Lawson, breskur lagaprófessor og sérfræðingur í viðeigandi aðlögun.

Nánar um Önnu Lawson

Anna Lawson er prófessor í lögum við Háskólann í Leeds á Englandi. Hún er forstöðukona þverfaglegrar rannsóknarstofnunar háskólans í fötlunarrannsóknum og stýrir um leið teymi um fötlunarlöggjöf hjá miðstöð um lög og félagslegt réttlæti við Háskólann í Leeds. Anna Lawson hefur einnig átt sæti í stjórn sérfræðinganefndar Evrópusambandsins um fötlunarmál síðan hún var sett á laggirnar árið 2007. Hún stýrði vinnu í aðdraganda að tillögum um Evrópulöggjöf í aðgengismálum.

Lawson hefur aukinheldur tekið þátt í að skipuleggja fjölda verkefna sem tengd eru jafnrétti og mannréttindum til handa fötluðu fólki og átt sæti í ráðgjafanefndum á vegum breska þingsins þar sem fjallað er um jafnrétti, stöðu fatlaðs fólks og aðgengi.

Lawson hefur einnig starfað með fjölda mannúðar- og mannréttindasamtaka, þar á meðal Royal National Institute of Blind and Partially Sighted People og The Mental Disability Advocacy Centre.

Anna Lawson fékk Hepple-verðlaunin árið 2016 en þau eru veitt af Equal Rights Trust, samtökum í Bretlandi sem berjast gegn mismunun og fyrir jafnrétti. Verðlaunin fékk Lawson fyrir framlag hennar til jafnréttismála.

Nánari dagskrá:

  • Opnunar ávarp - Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.
  • Anna Lawson flytur erindi um viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði.
  • Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi fyrir blinda og sjónskerta og varaformaður ÖBÍ, flytur erindi um stöðu mála á Íslandi, meðal annars út frá eigin reynslu.
  • Anna Lawson svarar spurningum fundargesta.

Fundarstjóri er Ingveldur Jónsdóttir, MS-félagi Íslands.

Facebook viðburð um fundinn má finna hér.