Fara í efni

Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00

Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, k…

Arfgerð og meðferð

Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Sem dæmi má nefna að á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er nú unnið að þróun nýrra lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.

Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00.

Rannsóknir í erfðafræði hafa aukið skilning á mismunandi afbrigðum sykursýki, hjartasjúkdóma og fleiri algengra sjúkdóma. Og erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Þannig vitum við að læknismeðferð sem skilar bata hjá einum sjúklingi, gerir það ekki endilega hjá öðrum enda er erfðaefni okkar ólíkt líkt og lífshættir og umhverfi. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis markvissari lyfjagjöf. Erfðarannsóknir hafa þannig stuðlað að nákvæmari lyfjagjöf í meðferð krabbameina, til dæmis sumum gerðum brjóstakrabbameins og hvítblæðis.

Þegar arfgerð breytir meðferð
Fræðslufundur fyrir almenning í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, 16. mars, kl. 13:00.

Kólesteról og kransæðasjúkdómur, hvað hefur erfðafræðin kennt okkur?

Hilma Hólm hjartalæknir

Markvissar lyfjarannsóknir með erfðarfræðina að vopni. 
Jón Snædal öldrunarlæknir.

Þegar arfgerð breytir meðferð
Hans Tómas Björnsson barnalæknir

Erfðir
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Hvar: Hús Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8.
Hvenær: Laugardaginn 16. mars, klukkan 1300 til 14.30.
Allir velkomnir.
Kaffiveitingar frá 12.30